Nokia N85 - Stillingar fyrir heimanet

background image

Stillingar fyrir heimanet

Til að samnýta skrár sem eru vistaðar í Myndum í

öðrum samhæfum UPnP-tækjum og tækjum með

DLNS-vottun um þráðlaust staðarnet þarf fyrst að búa

95

Heimanet

background image

til og stilla internetaðgangsstað fyrir staðarnetið og

stilla svo heimanetið í Home media forritinu.
Valkostir í tengslum við heimanetið eru ekki tiltækir í

forritunum fyrr en stillingarnar í Home Media forritinu

hafa verið valdar.
Þegar þú opnar Home Media forritið í fyrsta skipti

opnast hjálparforrit sem sýnir þér hvernig velja á

heimanetsstillingarnar fyrir tækið. Hægt er að nota

hjálparforritið seinna með því að velja

Valkostir

>

Keyra hjálp

og fylgja leiðbeiningunum.

Til að hægt sé að tengjast við samhæfa tölvu um

heimanetið þarf fyrst að setja viðeigandi hugbúnað.

Hugbúnaðurinn er á geisladiskinum eða DVD-diskinum

sem fylgir með tækinu, og einnig er hægt að hlaða

honum niður frá þjónustusíðum tækisins á vefsvæði

Nokia.

Stillingar

Heimanetið er stillt með því að velja

Valkostir

>

Stillingar

og úr eftirfarandi:

Heimaaðgangsstaður

— Ef þú vilt að tækið biðji

um heimaaðgangsstað í hvert sinn sem þú tengist

heimanetinu velurðu

Spyrja alltaf

. Til að tilgreina

nýjan aðgangsstað sem notaður er sjálfvirkt þegar

heimanetið er notað velurðu

Búa til nýjan

. Ef ekki

er kveikt á neinum öryggisstillingum fyrir þráðlausa

staðarnetið birtist viðvörun. Þú getur haldið áfram

og kveikt á örygginu síðar, eða hætt við að tilgreina

aðgangsstaðinn og byrjað á því að kveikja á öryggi

kerfisins.

Heiti tækisins

— Sláðu inn nafn fyrir tækið sem

birtist í samhæfum tækjum á heimnetinu.

Afrita

— Veldu hvar vista skal afritaðar skrár.