Nokia N85 - Hugbúnaðaruppfærslur

background image

Hugbúnaðaruppfærslur

Nokia kann að framleiða hugbúnaðaruppfærslur með

nýjum möguleikum, bættum aðgerðum og aukinni

virkni. Þú getur hugsanlega nálgast þessar uppfærslur

með forritinu Nokia Software Updater PC. Ekki er víst

að hugbúnaðaruppfærslur séu tiltækar fyrir allar vörur

eða mismunandi útgáfur af þeim. Ekki er víst að öll

símafyrirtækin hvetji til notkunar á nýjustu útgáfum

hugbúnaðarins.
Til að uppfæra hugbúnað tækisins þarftu að hafa Nokia

Software Updater forritið og samhæfa tölvu með

Microsoft Windows 2000, XP eða Vista stýrikerfi,

háhraðatengingu og samhæfa gagnasnúru til að

tengja tækið við tölvuna.

Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið, jafnvel

ekki til að hringja neyðarsímtöl, fyrr en uppfærslunni

er lokið og tækið hefur verið endurræst. Taka skal

öryggisafrit af gögnum áður en uppfærsla er samþykkt.
Stærð hugbúnaðaruppfærslu getur verið um 5-10 MB

ef þú notar tækið og 100 MB ef þú notar tölvu.
Niðurhal og uppsetning getur tekið allt að 20 mínútur

með Device manager og allt að 30 mínútur með Nokia

Software Updater.

Hægt er að fá nánari upplýsingar og hlaða niður

forritinu Nokia Software Updater á www.nokia.com/

softwareupdate eða á vefsvæði Nokia í heimalandi

þínu.
Ef símkerfið styður hugbúnaðaruppfærslur með

ljósvakaboðum kannt þú einnig að geta beðið um

uppfærslur úr tækinu.
Tækið getur ef til vill leitað að nýjum

hugbúnaðaruppfærslum með forritinu Nokia Software

Checker. Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Uppfærsluvakt

.

Ábending: Til að skoða hvaða

hugbúnaðarútgáfa er í tækinu slærðu inn

*#0000# í biðstöðu.