Nokia N85 - Um Kort

background image

Um Kort

Til viðbótar við þá eiginleika sem minnst er á í

notendahandbókinni, er einnig hægt að kaupa leyfi

með Kort 2.0 fyrir aksturs- og gönguleiðsögn og

umferðarupplýsingaþjónustu. Þú getur notað Kort

annað hvort með innbyggðu GPS eða samhæfum

utanáliggjandi GPS móttakara.
Þegar þú notar Kort 2.0 í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að

tilgreina internetaðgangsstað til að geta hlaðið niður

kortum fyrir þann stað sem þú ert staddur á. Hægt er

að breyta sjálfgefnum aðgangsstað síðar með því að

velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Sjálfg. aðgangsstaður

(sést aðeins ef þú

ert nettengdur).
Ef þú vilt að Korta-forritið komi nettengingu á sjálfkrafa

þegar það er ræst skaltu velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Nettenging við ræsingu

>

.

Hægt er að fá tilkynningu senda þegar tækið finnur

símkerfi utan heimasímkerfisins með því að velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Viðvörun um reiki

>

Kveikt

(sést aðeins þegar þú ert

nettengdur). Þjónustuveitan þín gefur nánari

upplýsingar (m.a. um reikigjöld).

Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi

að einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort

sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu

tæki.
Niðurhal á kortum getur falið í sér stórar

gagnasendingar um farsímakerfi þjónustuveitunnar.

Upplýsingar um gagnaflutningsgjöld fást hjá

þjónustuveitum.