Nokia N85 - Um N-Gage

background image

Um N-Gage

N-Gage er farleikjatölva sem er í boði fyrir ýmis samhæf

Nokia-fartæki. Hægt er að nálgast N-Gage leiki, spilara

og efni um N-Gage forritið í tækinu þínu. Einnig er hægt

að hlaða niður leikjum og fá aðgang að ýmsum

aðgerðum á tölvunni á slóðinni www.n-gage.com.
Með N-Gage geturðu keypt og hlaðið niður leikjum, og

spilað þá við sjálfan þig eða við vini. Þú getur hlaðið

niður sýnishornum til að prófa nýja leiki, og keypt svo

þá sem þú vilt. N-Gage gefur þér líka kost á að vera í

sambandi við aðra spilara, og að deila stigafjölda

þínum og árangri með öðrum.
Þú þarft að vera með GPRS eða 3G tengingu til að geta

notað N-Gage. Einnig er hægt að nota þráðlaust

heimanet. Einnig þarf tengingu til að opna aðgerðir á

netinu, svo sem niðurhal á leikjum, leyfi fyrir leikjum,

leiki með mörgum spilurum eða spjall. Einnig þarf

tengingu til að taka þátt í leikjum á netinu eða með

mörgum spilurum, eða til að geta sent öðrum spilurum

skilaboð.
Öll N-Gage þjónusta, þar sem þörf er fyrir N-Gage

miðlara, svo sem niðurhal á leikjaskrám, kaup á

leikjum, leikir á netinu, leikir með mörgum spilurum,

gerð spilaranafns, spjall og skilaboð, fela í sér í sér

stórar gagnasendingar.

Þjónustuveitan innheimtir gjald fyrir gagnaflutning.

Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar um

gagnaflutningsgjöld.