
FM-útvarp
Hægt er að nota útvarpið sem venjulegt FM-útvarp til
að hlusta á og vista stöðvar. Einnig er hægt að nota það
til að birta upplýsingar á skjánum sem tengjast því efni
sem hlustað er á, ef útvarpsstöðin býður upp á
sjónræna þjónustu (Visual Radio service).
Útvarpið styður Radio Data System (RDS).
Útvarpsstöðvar sem styðja RDS geta birt upplýsingar,
svo sem heiti viðkomandi stöðvar. Ef stillt er á RDS er
einnig reynt að finna aðra tíðni fyrir stöðina sem verið
er að hlusta á, ef móttökuskilyrði eru slæm.
Þegar þú opnar útvarpið í fyrsta skipti aðstoðar
hjálparforrit þig við að vista útvarpsstöðvar
(sérþjónusta).
Ef þú getur ekki opnað Visual Radio þjónustuna er ekki
víst að símafyrirtækið eða útvarpsstöðvarnar á
svæðinu styðji þjónustuna.
69
Tónli
starmappa