Nokia N85 - Um FM-sendinn

background image

Um FM-sendinn

Mismunandi er eftir löndum hvort þessi kostur er í boði.
Þegar þetta er ritað er FM-sendirinn, sem er hluti af

þessum búnaði, í notkun í eftirfarandi löndum: Belgíu,

Tékklandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Þýskalandi,

Íslandi, Liechtenstein, Lúxemborg, Noregi, Portúgal,

Rúmeníu, Slóveníu, Spáni, Sviss, Svíþjóð og Bretlandi.

Nýrri upplýsingar og lista yfir lönd utan Evrópu þar sem

hægt er að nota FM-sendinn, sjá www.nseries.com/

fmtransmitter. Áður en sendirinn er notaður erlendis

skaltu athuga á www.nseries.com/fmtransmitter

hvort notkun sé leyfð.
Með FM-sendinum er hægt að spila lög í tækinu um alla

samhæfa FM-móttakara, svo sem bílútvarp eða

venjuleg hljómflutningstæki.
Hægt er að nota FM-sendinn þótt hann sé í allt að 3

metra fjarlægð. Sendingin getur orðið fyrir truflunum

vegna hindrana eins og veggja og annarra raftækja eða

frá almennum útvarpsstöðvum. FM-sendirinn getur

truflað nálæga FM-móttakara sem eru á sömu tíðni. Til

að forðast truflun skal alltaf leita að lausri FM-tíðni á

móttakaranum áður en FM-sendirinn er notaður.
Ekki er hægt að nota FM-sendinn um leið og FM-

útvarpið í tækinu er notað.
Tíðnisvið sendisins er frá 88,1 til 107,9 MHz.
Þegar sendirinn er virkur og sendir út hljóð birtist

á skjánum í biðstöðu. Ef sendirinn er virkur en

sendir ekkert birtist og hljóðmerki heyrist með

jöfnu millibili. Ef sendirinn sendir ekki neitt í nokkrar

mínútur slokknar sjálfvirkt á honum.